Hoppa yfir valmynd
2. mars 2006 Utanríkisráðuneytið

Nýtt vefsetur í Winnipeg

Vefsetur aðalræðisskrifstofu Íslands í Winnipeg
Vefsetur aðalræðisskrifstofu Íslands í Winnipeg

Íslenskur heiðurskonsúll hefur starfað í Winnipeg frá 1942, en árið 1999 var opnuð aðalræðisskrifstofa með útsendum diplómat. Aðalræðismaður í Winnipeg er Atli Ásmundsson.

Meginverkefni ræðisskrifstofunnar snúa að samfélagi fólks af íslenskum ættum, en fjölmennastir eru þeir í Manitoba og fylkjunum fyrir vestan, Saskatsewan, Alberta og British Columbia. Skrifstofan greiðir fyrir menningaratburðum, listum og fræðum og öðru sem má verða til að hjálpa áhugasömu fólki til að leggja rækt við sögu sína og menningararf.

Á hverju ári koma listamenn fræðimenn og aðrir til að miðla þakklátum áheyrendum af þekkingu sinni og list.

Ræðisskrifstofan aðstoðar íslenska ríkisborgara og fyrirtæki í samskiptum við fyrirtæki og yfirvöld og dreifir upplýsingum og fróðleik um Ísland ásamt því að taka þátt í kynningum allskonar sem koma landi og þjóð til góða.

Nýtt vefsetur aðalræðisskrifstofunnar hefur að geyma upplýsingar um skrifstofuna og þjónustu hennar ásamt öðru gagnlegu efni.



Vefsetur aðalræðisskrifstofu Íslands í Winnipeg
Vefsetur aðalræðisskrifstofu Íslands í Winnipeg

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta