UT2006 - ráðstefna um þróun í skólastarfi
Menntamálaráðuneytið gengst fyrir UT2006 - ráðstefnu um þróun í skólastarfi, föstudaginn 3. mars 2006. Ráðstefnan er haldin í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Áhersla verður lögð á umfjöllun um sveigjanlega kennsluhætti og ráðstefnugestir verða virkir þátttakendur í dagskránni þar sem formlegir fyrirlestrar verða í lágmarki.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, ráðgjafi menntamálaráðherra, flytur ávarp í upphafi ráðstefnunnar. Meðal þeirra sem síðan koma fram eru Guðrún Högnadóttir frá Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík, Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, Sigurborg Hilmarsdóttir, kennari við Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Soffía Þorsteinsdóttir, leikskólastjóri Sæborgar, og Matthew Whelpton frá Háskóla Íslands.
Á ráðstefnunni verða málstofur og vinnustofur og má þar nefna umfjöllun um hugkortagerð, verkstæðiskennslu og menningarnetið. Einnig gefst tækifæri til að spjalla við nemendur og á svæðinu verða ýmsar sýningar.
Ráðstefnustjórar eru Sölvi Sveinsson og Brynhildur Ólafsdóttir.
Sjá nánari upplýsingar og dagskrá á vef ráðstefnunnar: