Hoppa yfir valmynd
7. mars 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Jón Kristjánsson kemur til starfa í félagsmálaráðuneytinu

Jón Kristjánsson, félagsmálaráðherra
Jón Kristjánsson, félagsmálaráðherra

Jón Kristjánsson tók við embætti félagsmálaráðherra á ríkisráðsfundi í dag, 7. mars, og kom til starfa í félagsmálaráðuneytinu í hádeginu.

Árni Magnússon, fráfarandi félagsmálaráðherra, afhenti honum lyklana að ráðuneytinu og „jafnréttisbakpoka“ frá ráðherra Dana í jafnréttismálum með þeim orðum að hann treysti því að Jón stæði vörð um þann málaflokk.

Í dag mun ráðherra, ásamt öllu starfsfólki félagsmálaráðuneytisins, heimsækja Ríkissáttasemjara og kynna sér starfsemi á vegum embættisins.

Nánari upplýsingar um Jón Kristjánsson félagsmálaráðherra má finna hér.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta