Hoppa yfir valmynd
10. mars 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Sameiningarkosningar 11. mars og 8. apríl

Ráðuneytið hefur samþykkt tillögu samstarfsnefndar Þórshafnarhrepps og Skeggjastaðahrepps um að fram fari atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaganna þann 8. apríl næstkomandi.

Á morgun laugardag fara fram tvennar atkvæðagreiðslur um sameiningu sveitarfélaga. Annars vegar í Strandasýslu þar sem kosið verður um sameiningu Broddaneshrepps og Hólmavíkurhrepps og hins vegar í Austur- Húnavatnssýslu þar sem kosið verður um sameiningu Áshrepps og Húnavatnshrepps.

Hljóti allar sameiningartillögurnar samþykki íbúa verða sveitarfélögin í landinu 79 við almennar sveitarstjórnarkosningar sem fram fara þann 27. maí.

Nánari upplýsingar:
www.thorshofn.is
www.bakkafjordur.is
www.holmavik.is



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum