Sameining samþykkt í Austur- Húnavatnssýslu
Íbúar Húnavatnshrepps og Áshrepps í Austur-Húnavatnssýslu samþykktu í atkvæðagreiðslu í dag sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Húnavatnshreppur varð til þann 1. janúar 2006 þegar sameining Bólstaðarhlíðarhrepps, Svínavatnshrepps, Torfalækjarhrepps og Sveinsstaðahrepps tók gildi og bætist nú Áshreppur í þann hóp.
Sameining Áshrepps og Húnavatnshrepps mun taka gildi að afloknum sveitarstjórnarkosningum þann 27. maí næstkomandi.
Þátttaka | Já | Nei | Auðir | |
Húnavatnshreppur | 55,23% | 81% | 15,70% | 3,30% |
Áshreppur | 95,30% | 68,30% | 31,70% | 0% |