Sameining samþykkt á Ströndum
Íbúar Broddaneshrepps og Hólmavíkurhrepps samþykktu sameiningu sveitarfélaganna í atkvæðagreiðslu sem fram fór í gær.
Sameining Broddaneshrepps og Hólmavíkurhrepps mun taka gildi að afloknum sveitarstjórnarkosningum þann 27. maí næstkomandi.
Þann 8. apríl næstkomandi verður kosið um sameiningu Þórshafnarhrepps og Skeggjastaðahrepps.
Þátttaka | Já | Nei | |
---|---|---|---|
Hólmavíkurhreppur | 42% | 80,7% | 16,4% |
Broddaneshreppur | 55,4% | 81,4% | 18,5% |
Heimild: www.strandir.is |
Nánari upplýsingar: