Hoppa yfir valmynd
14. mars 2006 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs


   Í dag afhenti Kristinn F. Árnason, sendiherra, Janez Drnovsek, forseta Slóveníu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Slóveníu, með aðsetur í Genf. Athöfnin fór fram í forsetahöllinni í Ljubljana, höfuðborg landsins.

     Sendiherra átti einnig fundi með ýmsum ráðamönnum í Slóveníu, þar sem rædd voru bæði tvíhliða samskipti landanna og ýmis alþjóðamál.

     Mjög góð og vinsamleg samskipti eru milli ríkjanna og hafa verið frá því að Slóvenía hlaut sjálfstæði árið 1991. Á síðustu árum hafa ríkin skipst á heimsóknum bæði forseta og forsætisráðherra, og ýmissa annarra ráðamanna.

     Slóvenía varð aðili að bæði Atlantshafsbandalaginu og Evrópusambandinu í maí árið 2004 og fer með formennsku í Evrópusambandinu fyrri hluta ársins 2008.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta