Nýtt vefsetur í Ottawa
Sendiráð Íslands í Ottawa var opnað í maí 2001. Sendiráðið þjónar Kanada og sjö öðrum ríkjum, þ.e. Ekvador, Kólumbíu, Kostaríka, Nikaragva, Panama, Perú og Venesúela. Sendiherra er Markús Örn Antonsson.
Hlutverk sendiráðsins er að veita þjónustu við Íslendinga í umdæmisríkjunum og gæta hagsmuna Íslands, einkum á sviði utanríkis-, viðskipta- og menningamála.
Nýtt vefsetur sendiráðsins er á þremur tungumálum - ensku, frönsku og íslensku - og hefur að geyma gagnlegar upplýsingar um starfsemi og þjónustu sendiráðsins auk mikils upplýsingaefnis um Ísland.