Hoppa yfir valmynd
14. mars 2006 Matvælaráðuneytið

Reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla

Fréttatilkynning frá sjávarútvegsráðuneytinu

Reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla

 

 

Sjávarútvegsráðuneytið hefur í dag gefið út reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla. Í reglugerðinni eru margvísleg nýmæli sem miða fyrst og fremst að því að fella vigtunina betur að vinnslu og viðskiptaferlum í atvinnugreininni. Markmiðið er að lækka kostnað og auka öryggi við skráningu og vigtun.

 

Helstu nýmælin snúa að auknum sveigjanleika í vigtunaraðferðum og heimilt verður að vigta þorsk, ýsu og ufsa eftir slægingu, þótt fiski hafi verið landað óslægðum.

 

Reglugerðin tekur gildi 1. september 2006. Samhliða gildistöku reglugerðarinnar verður slægingarstuðlum breytt úr 16% í 12% fyrir þorsk og ýsu, en 13% fyrir ufsa.

 

Vinna við reglugerðina hefur staðið yfir á þriðja ár og víðtækt samráð verið haft við alla helstu hagsmunaaðila.

 Sjá reglugerð

 

 

                                                                                    Sjávarútvegsráðuneytinu 14. mars. 2006



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum