Hoppa yfir valmynd
14. mars 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Samráð um fjármálastöðugleika og viðbúnað

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins – þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Ákveðið hefur verið að formbinda samráð þriggja ráðuneyta, Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans varðandi fjármálastöðugleika og viðbúnað við hugsanlegum áföllum í fjármálakerfinu, en undanfarin tvö ár hefur átt sér stað óformlegt samráð þessara aðila. Samráð sambærilegra aðila á sér stað í mörgum nágrannaríkja okkar.

Samráðið mun fara fram í sérstökum samráðshópi sem gert er ráð fyrir að hittist eigi sjaldnar en tvisvar á ári og verður vettvangur upplýsinga- og skoðanaskipta. Mun samráðshópurinn m.a. fjalla um stöðu og horfur á fjármálamörkuðum, meiriháttar breytingar á lögum, reglum og starfsháttum er varða fjármálamarkaðinn og álitamál í alþjóðlegu samstarfi, sérstaklega innan EES. Í samkomulagi sem gert hefur verið um umrætt samráð er tekið fram að ef til þess komi að fjármálakerfinu sé talin hætta búin vegna áfalls í fjármálafyrirtæki eða á markaði séu viðbrögð við slíkum vanda háð aðstæðum hverju sinni, en grundvallaratriði sé að eigendur og stjórnendur fjármálafyrirtækja og markaðsaðilar leysi vanda sinn sjálfir.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta