Auglýsing um sveitarstjórnarkosningar 2006
AUGLÝSING
um sveitarstjórnarkosningar 2006.
Á grundvelli 1. mgr. 1. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998, með síðari breytingum, fara almennar sveitarstjórnarkosningar fram 27. maí 2006.
Frestur til að skila framboðslistum til yfirkjörstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi er til kl. 12 á hádegi laugardaginn 6. maí 2006. Sveitarstjórnarmenn sem hyggjast skorast undan endurkjöri skulu tilkynna þá ákvörðun til yfirkjörstjórnar fyrir lok framboðsfrests.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst 3. apríl 2006.
Þetta auglýsist hér með samkvæmt 2. mgr. 1. gr. framangreindra laga.
Félagsmálaráðuneytið, 16. mars 2006.