Hoppa yfir valmynd
16. mars 2006 Dómsmálaráðuneytið

Betri þjónusta við almenning

Hádegisverðarfundur dómsmálaráðuneytisins og Skýrslutæknifélagsins
Hádegisverðarfundur dómsmálaráðuneytisins og Skýrslutæknifélagsins

Fréttatilynning
13/2006

Dómsmálaráðuneytið hefur endurskipulagt frá grunni rafræna þjónustu sína, sem mun hafa áhrif á starfsemi 40 stofnana og um 1300 starfsmanna á vegum ráðuneytisins í um 60 starfstöðvum um land allt. Í átaksverkefni sem staðið hefur frá árinu 2004 hefur verið endurskoðað verklag, stjórnskipulag og umhverfi upplýsingatæknimála og grunnur þannig lagður að frekari uppbyggingu í rafrænni þjónustu hins opinbera. Staða verkefnisins og breytingar voru kynntar á ráðstefnu sem var haldin í samstarfi við Skýrslutæknifélag Íslands fyrir fullu húsi á Grand Hótel í dag

Rafræn auðkenning er forsenda þjónustu á netinu.
Dæmi um endurskipulagningu er flutningur þjóðskrár frá Hagstofu Íslands til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, en Þjóðskráin mun taka við ábyrgðarhlutverki Útlendingastofnunar varðandi útgáfu vegabréfa. Þjóðskráin gegnir viðamiklu hlutverki varðandi auðkenningu Íslendinga og með flutningi vegabréfaverkefnisins þangað er starfsemin styrkt og grunnur lagður að frekari tæknivæðingu varðandi auðkenningu sem er ein af grunnforsendum rafrænnar þjónustu.

Rafrænt þjónustulag opnar möguleika á leyfisveitingum á netinu
Önnur grunnforsenda er svokallað rafrænt þjónustulag sem gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að nálgast opinbera þjónustu á einum stað með stöðluðum hætti og tryggir auðkenningu notenda, aðgangsheimildir, öryggismál og gjaldtöku með samræmdum hætti. Dæmi um opinbera þjónustu sem veitt verður á næstunni með þessum hætti eru leyfisveitingar á vegum lögreglunnar og sameiginlegur aðgangur að veðbandaskrá fasteigna og skipa. Auk þess opnast miklir möguleikar varðandi greiðari uppflettingar í þjóðskrá, fyrirtækjaskrá og ökutækjaskrá.

Verkefnum dreift víðar
Þetta grunnstarf hefur til dæmis leitt til þess, að ráðuneytið getur af meira öryggi en áður flutt ýmis verkefni til annarra stofnana, eins og sýslumannsembætta utan höfuðborgarsvæðisins. Innheimta sekta hefur t.d. flust til nýrrar miðstöðvar á Blönduósi og útgáfa hins rafræna Lögbirtingablaðs til Víkur. Embætti á landsbyggðinni geta nú sérhæft sig í ákveðnum málaflokkum og borið á þeim ábyrgð, þar sem aðgangur allra notenda er orðinn jafn greiður. Þannig mun umsýsla skipaskrár t.d. verða á forræði sýslumannsins á Ísafirði, þar sem aukin þekking verður til staðar í málaflokknum.

Stefna ráðuneytisins að vinna með öflugum fyrirtækjum á einkamarkaði
Stefna ráðuneytisins í upplýsinga og fjarskiptatækni mun áfram byggjast á því að fá til liðs við ráðuneytið öflug fyrirtæki. Ráðuneytið rekur hvorki eigin forritun né framleiðslu og kerfi hafa verið hönnuð utan ráðuneytisins eða tölvumiðstöðvar þess.

Á ráðstefnunni kynnti Þorsteinn Helgi Steinarsson, verkefnisstjóri átaksverkefni ráðuneytisins, Ólafur Daðason, forstjóri Hugvits hf., fjallaði um nýtt mála- og þekkingarstjórnunarkerfi fyrir stofnanir ráðuneytisins, Haukur Guðmundsson, skrifstofustjóri í ráðuneytinu, ræddi um rafræn auðkenni, Bjarni Birgisson, framkvæmdastjóri Kögunar hf., kynnti nýtt rafrænt þjónustulag og Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri flutti erindi fyrir hönd ráðherra, Björns Bjarnasonar.

Reykjavík 16. mars 2006

Erindi ráðstefnunnar er hægt að nálgast á vef Skýrslutæknifélagsins www.sky.is



Hádegisverðarfundur dómsmálaráðuneytisins og Skýrslutæknifélagsins
Hádegisverðarfundur dómsmálaráðuneytisins og Skýrslutæknifélagsins
Hádegisverðarfundur dómsmálaráðuneytisins og Skýrslutæknifélagsins
Hádegisverðarfundur dómsmálaráðuneytisins og Skýrslutæknifélagsins

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta