Hoppa yfir valmynd
17. mars 2006 Heilbrigðisráðuneytið

300 milljóna króna gjöf til Barnaspítala Hringsins

Jóhannes Jónsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Kristín Jóhannesdóttir gefa Barnaspítala Hringsins 300 milljónir á næstu fimm árum. Gjöfin er ein sú veglegast sem Barnaspítalanum hefur hlotnast, en forsvarsmenn Landspítala – háskólasjúkrahúss og Barnaspítala Hringsins greindu fréttamönnum frá gjöf feðginanna í dag. Á liðnum áratug hefur Jóhannes Jónsson í Bónus styrkt starfsemi Barnaspítalans með milljóna tuga styrkjum. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, var viðstödd þegar tilkynnt var um gjöf feðginanna og óskaði hún sjúklingum Barnaspítalans til hamingju með gjöfina. Sagðist ráðherra fagna því að einstaklingar tækju á með heilbrigðisyfirvöldum til að veita mætti eins góða þjónustu og mögulegt væri og að full ástæða væri til að fagna sérstaklega þeim stórhug, velvilja og þeirri virðingu sem fram kæmi í hinni rausnarlegu gjöf feðginanna.Tekið á móti veglegri gjöf

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Forsvarsmenn LSH, Barnaspítala Hringsins og heilbrigðismálaráðherra

tilkynna um veglega gjöf feðginanna.

 

Sjá nánar: Fréttatilkynning frá Landspítala - háskólasjúkrahúsi



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta