Hoppa yfir valmynd
17. mars 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Félagsmálaráðherra heimsækir stofnanir og samstarfsaðila um land allt

Jón Kristjánsson
Jón Kristjánsson

Nýr félagsmálaráðherra, Jón Kristjánsson, mun heimsækja stofnanir félagsmálaráðuneytisins um land allt og helstu samstarfsaðila ráðuneytisins á næstu dögum og vikum. Undanfarna daga hefur hann þegar sótt heim embætti Ríkissáttasemjara, Vinnumálastofnun og Svæðisvinnumiðlun Reykjavíkur, Vinnueftirlit ríkisins, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og Fjölsmiðjuna í Kópavogi. Í gær heimsótti félagsmálaráðherra forystu- og starfsmenn Alþýðusambands Íslands og Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi og ráðherra lauk starfsdegi sínum með fundi með forystumönnum Sambands íslenskra sveitarfélaga í húsakynnum sambandsins.

Félagsmálaráðherra mun á næstunni halda áfram heimsóknum sínum til stofnana og samstarfsaðila félagsmálaráðuneytisins og mun næstkomandi mánudag heimsækja Samtök atvinnulífsins og Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík og síðar í vikunni Barnaverndarstofu. Ráðherra mun síðan á næstu vikum heimsækja stofnanir utan höfuðborgarinnar, svo sem Jafnréttisstofu, svæðisskrifstofur málefna fatlaðra, svæðisvinnumiðlanir og Fjölmenningarsetur á Ísafirði og eiga fundi með fulltrúum sveitarfélaga víða um land.

Myndir frá heimsóknum félagsmálaráðherra undanfarna daga



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta