Hvernig má bæta geðheilbrigðisþjónustu við aldraða
Með bréfi dagssettu 8. desember 2005 skipaði heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hóp fagfólks til að koma með ábendingar um hvernig bæta megi þjónustu við aldraða hér á landi. Hópurinn var skipaður með það að leiðarljósi að innan hans væri tryggð góð yfirsýn yfir málaflokkinn, fagþekking og reynsla. Hópnum var falið að skila ráðherra greinargerð í lok mars 2006 með mati á því hvar helst þurfi að bæta þjónustuna og hvaða leiðir séu vænlegastar.