Hoppa yfir valmynd
22. mars 2006 Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegsráðherra í heimsókn í Hull og Grimsby

Fréttatilkynning frá sjávarútvegsráðuneyti

Sjávarútvegsráðherra í heimsókn í Hull og Grimsby

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra heimsótti í gær fyrirtæki í sjávarútvegi á Humberside svæðinu í Bretlandi og hitti að máli bæði borgarstjórann í Hull og bæjarstjórann í Grimsby.

 

Á fjölmennum fundi með hagsmunaaðilum í sjávarútvegi hvatti sjávarútvegsráðherra þá til að leggja Íslendingum lið í að þrýsta á Evrópusambandið að aflétta tollum sem eru á nokkrum íslenskum sjávarafurðum, sem fluttar eru út til sambandslandanna. Jafnframt því að aflétt yrði útflutningsálagi á ferskan frá Íslandi. Þá fór ráðherra yfir aðgerðir Íslendinga til að stemma stigu við ólöglegum og óábyrgum veiðum á karfa á Reykjaneshrygg, s.k. sjóræningjaveiðum. Þær aðgerðir virðast þegar hafa skilað árangri og fælt stórtækustu útgerðina frá því að gera þar út  næsta vor og sumar. Ráðherra hvatti fundarmenn til að hafa varann á gagnvart ólöglega veiddum fiski og versla ekki með slíka vöru.

                                       

Heimsókn sjávarútvegsráðherra til Bretlands lýkur á fimmtudag á fundum með Ben Bradshaw sjávarútvegsráðherra Bretlands, Bill Wiggin skuggamálaráðherra Íhaldsflokksins í sjávarútvegsmálum og að lokum hittir Einar K. Guðfinnsson þingmenn sem eiga rætur að rekja til sjávarplássa víðsvegar um Bretland og láta sjávarútvegsmál sig miklu varða.

  Sverrir Einar K Magnus á fiskmarkaðnum í HullSverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra Íslands í Bretlandi, Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og Magnús Guðmundsson framkvæmdastjóri fiskmarkaðarins.

 

 

Sjávarútvegsráðuneytinu 21. mars 2006



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta