Hoppa yfir valmynd
22. mars 2006 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkir til sumarnámskeiða í Ungverjalandi

Stjórnvöld í Ungverjalandi bjóða fram 2 styrki handa íslenskum námsmönnum til að sækja 2 - 4 vikna námskeið í Ungverjalandi sumarið 2006.

Stjórnvöld í Ungverjalandi bjóða fram 2 styrki handa íslenskum námsmönnum til að sækja 2 - 4 vikna námskeið í Ungverjalandi sumarið 2006. Námskeiðin er haldin við virta háskóla í Ungverjalandi og er hægt að nálgast frekari upplýsingar á vefslóðinni: http://www.scholarship.hu/static/angol/summercourses/.

Námskeið sem til greina koma eru við eftirtalda háskóla:

Háskólann í Debrecen (www.nyariegyetem.hu)

Balassi Bálint Intézet í Budapest (www.bbi.hu)

Háskólann í Pécs (www.isc.pte.hu)

Háskólann í Szeged (www.art.u-szeged.hu/hungarianstudies)

Háskólann "Eötvös Loránd" í Budapest sem er í Erasmus-samstarfi við Háskóla Íslands (www.elte.hu)

"Savaria" Súmar Háskólann í Szombathely, "Central - Europa Studies" Súmar Háskólann í Pécs og TIT Súmar Háskólann í Budapest.

Styrkirnir fela í sér: Skólagjöld, húsnæði, fullt fæði, kvölddagskrá, ferðir og annað á vegum skólans.

Ferðakostnað til og frá Ungverjalandi greiða styrkþegar sjálfir.

Þeir sem hug hafa á að sækja um styrkina sendi ferilskrá sína ásamt bréfi þar sem fram kemur ástæða þess að umsækjandi hefur áhuga á að sækja námskeið í Ungverjalandi eða læra ungversku.

Umsóknir skulu sendar Félaginu Ísland-Ungverjaland, Hagamel 45, 107 Reykjavík fyrir1. apríl 2006.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins (http://ungverjaland.supereva.it/) og með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected] eða í síma 5512061 – 6967027.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta