Hoppa yfir valmynd
24. mars 2006 Dómsmálaráðuneytið

Björgunarþyrlur - næstu skref.

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, greindi ríkistjórn frá því í morgun, hvernig staðið verður að undirbúningi til að efla þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands í samræmi við ákvarðanir ríkisstjórnarinnar.

Fréttatilkynning
15/2006

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, greindi ríkistjórn frá því í morgun, hvernig staðið verður að undirbúningi til að efla þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands í samræmi við ákvarðanir ríkisstjórnarinnar.

Vegna þeirra tímamarka sem við blasa, eftir að Bandaríkjastjórn ákvað að kalla þyrlusveit sína frá landinu fyrir lok september, telur dóms- og kirkjumálaráðherra óhjákvæmilegt að leysa verkefnið í tveimur áföngum, það er til bráðabirgða með leigu á þyrlum og nánu samstarfi við nágrannaþjóðir, og síðan til langframa með kaupum eða leigu á nýjum þyrlum.

Ráðherra hefur falið Stefáni Eiríkssyni, skrifstofustjóra í dóms-og kirkjumálaráðuneytinu, að leiða þetta starf á vegum ráðuneytisins í samráði við Georg Lárusson, forstjóra Landhelgisgæslu Íslands, og samstarfsmenn hans.

Þá hefur Leifur Magnússon, verkfræðingur, tekið að sér að verða ráðgjafi dóms- og kirkjumálaráðherra um þá þætti málsins, sem lúta að vali á þyrlum, og í viðræðum við aðila, innlenda og erlenda.

Stefnt er að því að tillögur um bráðabirgðalausn liggi fyrir innan þriggja vikna og tillögur um framtíðarskipulag innan tveggja mánaða. Að fengnum þeim tillögum mun dóms- og kirkjumálaráðherra leggja málið að nýju fyrir ríkisstjórn.

Reykjavík 24. mars 2006



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta