Hoppa yfir valmynd
28. mars 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Leiðbeiningar fyrir erlenda ríkisborgara vegna sveitarstjórnarkosninganna

Pólland
Pólland

Á kosningavef félagsmálaráðuneytisins www.kosningar.is má finna leiðbeiningar fyrir erlenda ríkisborgara vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Leiðbeiningarnar, sem eru á tíu tungumálum, voru unnar í samstarfi við Fjölmenningarsetur og Alþjóðahúsið.

Markmið leiðbeininganna er að upplýsa erlenda ríkisborgara um rétt sinn til þátttöku í sveitarstjórnarkosningum og fræða um hvernig kosningar fara fram hér á landi.

Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands munu rúmlega 4.000 erlendir ríkisborgarar af yfir 100 þjóðernum hafa kosningarétt í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Flestir koma þeir frá Póllandi og Danmörku.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum