Hoppa yfir valmynd
29. mars 2006 Utanríkisráðuneytið

Opnun nýs sendiherrabústaðar í Berlín

Geir H. Haarde ásamt Bernd Schragen forstjóra byggingarfyrirtækis bústaðarins, Ólafi Davíðssyni sendiherra og Karin Schubert varaborgarstjóra Berlínarborgar
Geir H. Haarde ásamt Bernd Schragen forstjóra byggingarfyrirtækis bústaðarins, Ólafi Davíðssyni sendiherra og Karin Schubert varaborgarstjóra Berlínarborgar

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 022

Geir H. Haarde utanríkisráðherra opnaði formlega nýjan sendiherrabústað í Berlín í gær.

Arkitektarnir Hjördís Sigurgísladóttir og Dennis Davíð Jóhannesson teiknuðu húsið, en tillaga þeirra hlaut fyrstu verðlaun í opinni samkeppni árið 2003. Markmið arkitektanna var að skapa hagnýtan og nútímalegan sendiherrabústað sem sinnir því tvíþætta hlutverki að vera opinbert móttökurými og heimili sendiherra Íslands í höfuðborg Þýskalands.

Arkitektarnir Hjördís og Dennis hönnuðu jafnframt allar innréttingar hússins. Stólar, sófa- og borðstofusett eru hönnuð af Erlu Sólveigu Óskarsdóttur. Glös eru blásin af Sigrúnu Einarsdóttur og hönnuð af henni og Søren S. Larsen í “Gler í Bergvík” en blómaskálar eru hannaðar af Sigrúnu. Blómavasar og kertastjakar eru eftir Koggu og Magnús Kjartansson og keramikverk eftir Koggu. Hnífapör eru hönnuð af Dögg Guðmundsdóttur. Ráðgjöf vegna lýsingar og val á lömpum veitti Helgi Eiríksson hjá Lumex. Má því segja að sendiherrabústaðurinn sé því sem næst alíslensk hönnun.

Við opnun sungu þau Arndís Halla Ásgeirsdóttir, Hanna Dóra Sturludóttir, Bjarni Thor Kristinsson og Jónas Guðmundsson en Jónas Ingimundarson lék undir á píanó. Einnig flutti djasshljómsveit Lars Duppler nokkur lög.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta