Hoppa yfir valmynd
31. mars 2006 Forsætisráðuneytið

Nýtt Vísinda- og tækniráð skipað

Forsætisráðherra hefur í dag skipað nýtt Vísinda- og tækniráð til næstu þriggja ára. Ráðinu er meðal annars ætlað að marka stefnu stjórnvalda á sviði vísinda- og tæknimála en umfjöllun á hvoru sviði er undirbúin af vísindanefnd og tækninefnd.

Í nýju ráði eiga sæti Hrefna Kristmannsdóttir, Inga Þórsdóttir, Jón Torfi Jónasson og Þorlákur Karlsson sem tilnefnd eru af samstarfsnefnd háskólastigsins, Rúnar Bachmann og Stefán Úlfarsson sem tilnefndir eru af Alþýðusambandi Íslands, Kristinn Andersen og Pétur Reimarsson sem tilnefndir eru af Samtökum atvinnulífsins, Guðrún Nordal sem tilnefnd er af menntamálaráðherra, Hallgrímur Jónasson sem tilnefndur er af iðnaðarráðherra, Sjöfn Sigurgísladóttir sem tilnefnd er af sjávarútvegsráðherra, Þorsteinn Tómasson sem tilnefndur er af landbúnaðarráðherra, Ingileif Jónsdóttir sem tilnefnd er af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Magnús Jónsson sem tilnefndur er af umhverfisráðherra.

Auk þess eiga forsætisráðherra, fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra og menntamálaráðherra föst sæti í ráðinu og er forsætisráðherra formaður ráðsins.

Á fundi Vísinda- og tækniráðs sem haldinn var í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag skilaði fráfarandi ráð tillögum að vísinda- og tæknistefnu til næstu þriggja ára í hendur nýju ráði. Hið nýskipaða ráð mun vinna tillögurnar áfram og afgreiða á fundi ráðsins sem fyrirhugaður er í lok maí næst komandi.

                                                                                                           

                                                                                                                            Reykjavík 31. mars 2006



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta