Styrkveitingar úr starfsmenntasjóði
Félagsmálaráðherra, Jón Kristjánsson, kynnti í gær styrkveitingar úr starfsmenntasjóði. Í ávarpi ráðherra kom fram að samtals bárust 83 umsóknir frá 50 aðilum að þessu sinni. Að tillögu starfsmenntaráðs var ákveðið að styrkja 42 verkefni frá 30 aðilum um land allt samtals að fjárhæð um 55 milljónum króna. Verkefni Fræðsluráðs Hótel og matvælagreina "Sérstök matargerð" var valið sem áhugavert sýnishorn þeirra verkefna sem borist hafa starfsmenntaráði þetta árið en verkefnin hafa sjaldan verið fjölbreyttari. Verkefnið var styrkt með 2,8 milljónum króna.