Hoppa yfir valmynd
31. mars 2006 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisráðherra staðfestir ákvörðun um starfsleyfi fyrir Alcan í Straumsvík

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hefur í dag staðfest ákvörðun Umhverfisstofnunar frá 7. nóvember 2005 um útgáfu starfsleyfis fyrir álver Alcan í Straumsvík. Samkvæmt starfsleyfinu er fyrirtækinu heimilt að framleiða allt að 460 þús. tonn af áli á ári. Alcan kærði útgáfu starfsleyfisins og krafðist þess að ákvæði þess um afmörkun þynningarsvæðis fyrir brennisteinsdíoxíð og svifryk yrði breytt og það stækkað frá því sem verið hefur og afmarkað er í gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar.

Ráðuneytið taldi í úrskurðinum að eðlilegt hafi verið í starfsleyfinu að miða afmörkun þynningarsvæðisins við það sem fram kæmi í gildandi aðalskipulagi, en það er jafnframt sama þynningarsvæði og samkvæmt eldra starfsleyfi. Féllst ráðuneytið á það mat Umhverfisstofnunar að það leiddi til betri loftgæða í nágrenni álversins og að umhverfislegur ávinningur af því væri nokkur. Fram kemur í úrskurðinum að unnt er að uppfylla kröfur starfsleyfisins og uppfylla umhverfismörk utan þynningarsvæðis með því að reisa hærri skorsteina en fyrri áætlanir fyrirtækisins gerðu ráð fyrir, auka útblásturshraða, nota viðbótarhreinsibúnað eða lækka brennisteinsinnihald í hráefni.

Fréttatilkynning nr. 7/2006
Umhverfisráðuneytið



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta