Forsætisráðherra í heimsókn til Færeyja
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra fer á miðvikudag í heimsókn til Færeyja í boði þarlendra yfirvalda. Forsætisráðherra fer fyrir fjölmennri viðskiptasendinefnd til Færeyja en mikill áhugi var hjá forsvarsmönnum íslensks atvinnulífs fyrir ferðinni.
Meðan á heimsókninni stendur mun forsætisráðherra meðal annars eiga fund með Jóannesi Eidesgaard lögmanni Færeyja og halda erindi á viðskiptaþingi, sem Útflutningsráð Íslands og Menningarstofa Færeyja skipuleggja í tilefni heimsóknarinnar. Ennfremur mun ráðherra heimsækja færeysk og íslensk fyrirtæki.
Heimsókn forsætisráðherra lýkur síðdegis á föstudag.
Reykjavík 3. apríl 2006