Hoppa yfir valmynd
3. apríl 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Heimsókn félagsmálaráðherra á Bakkafjörð og Þórshöfn

Gunnólfsvíkurfjall við Bakkaflóa
Gunnólfsvíkurfjall

Félagsmálaráðherra, Jón Kristjánsson, sótti síðastliðinn sunnudag íbúafundi á Bakkafirði og Þórshöfn. Fundirnir voru haldnir í tilefni af atkvæðagreiðslu um sameiningu Þórshafnarhrepps og Skeggjastaðahrepps sem fram fer laugardaginn 8. apríl nk. Báðir fundir voru vel sóttir og umræður líflegar um kosti og galla þess að sveitarfélögin tvö sameinist.

Þátttakendur á íbúafundi á BakkafirðiAð kvöldi sama dags fundaði ráðherra einnig með samstarfsnefnd um sameiningu Húsavíkurbæjar, Kelduneshrepps, Raufarhafnarhrepps og Öxarfjarðarhrepps en íbúar þessara fjögurra sveitarfélaga samþykktu sem kunnugt er sameiningu þeirra í atkvæðagreiðslu sem fram fór í janúar. Á fundinum var rætt á hvern hátt Jöfnunarsjóður sveitarfélaga geti aðstoðað vegna kostnaðar sem hlýst af sameiningunni.

Í för með ráðherra á ofangreindum fundum voru þeir Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Guðjón Bragason, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneyti. Þrátt fyrir vetrarríki á Norðausturlandi gekk ferðin vel, vegir voru greiðfærir og veður gott.

Ávarp ráðherra



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum