Hoppa yfir valmynd
5. apríl 2006 Innviðaráðuneytið

IceWeb 2006

Dagana 27. og 28. apríl næstkomandi munu Samtök vefiðnaðarins, SVEF, halda ráðstefnuna IceWeb 2006, stærstu ráðstefnu sem haldin hefur verið á Íslandi um vefmál. Nokkrir þekktustu fyrirlesarar heims koma þá til landsins og flytja fyrirlestra um nútíð og framtíð í vefþróun, -hönnun og -tækni.

Vefurinn er í sífelldri og örri þróun. Því er mikilvægt fyrir alla sem vinna að vefmálum að fylgjast vel með því sem er að gerast, framtíðarstefnu og tækniþróun. Ráðstefnan er einstakt tækifæri fyrir vefara og vefáhugafólk til að bæta við sig þekkingu. Meðal efnis sem fjallað verður um á ráðstefnunni er verkefnastjórnun, útlitshönnun, viðmótshönnun og veftækni (AJAX, XHTML, CSS o.fl.).

Nánari upplýsingar: http://www.svef.is/



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta