Hoppa yfir valmynd
5. apríl 2006 Innviðaráðuneytið

Samgönguáætlun 2007-2018

Nú er unnið að undirbúningi að gerð samgönguáætlunar 2007-2018 og var á samgönguþingi 5. apríl kynnt staða vinnunnar við áætlunina og fengin voru fram sjónarmið og viðbrögð hagsmunaaðila og notenda.

Á samgönguþingi var gerð grein fyrir drögum að helstu forsendum og markmiðum samgönguáætlunar. Til stendur að samgönguáætlunin verði lögð fyrir Alþingi næsta haust. Flest erindi ræðumanna á samgönguþingi má nálgast hér fyrir neðan.

Áhugasamir geta nálgast vinnuskjal með fyrstu blaðsíðum samgönguáætlunar 2007-2018 hér (WORD-93KB)

Dagskrá:

13:00 Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra - Ávarp

13:10 Ingimundur Sigurpálsson, formaður samgönguráðs - Vinna við gerð samgönguáætlunar (PPT-584KB)

13:30 Hartmut H. Topp, Prof. Dr. Ing. Technische Universität Kaiserslautern - Mobility and Transport - seen from the year 2030

14:00 Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri - Stefnumörkun í flugmálum til 2018 (PPT-4,7MB)

14:20 Hermann Guðjónsson, siglingamálastjóri - Stefnumörkun í siglingamálum til 2018 (PPT-2MB)

14:40 Jón Rögnvaldsson, vegamálastjóri - Stefnumörkun í vegamálum til 2018 (PPT-4,1MB)

15:00 Fundarhlé

15:20 Hreinn Haraldsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar - Áætlanir um breytta gjaldtöku af umferð (PPT-473KB)

15:40 Bjarni Reynarsson, ráðgjafi hjá Landráði - Umfjöllun um ferðatíma (PPT-4,5MB)

15:55 Axel Hall, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands - Aðferðir við forgangsröðun framkvæmda (PPT-234KB)

16:10 Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins - Samgöngustefna 2007 - 2018 frá sjónarhóli atvinnuveganna

16:20 Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar - Samgöngustefna 2007 - 2018 frá sjónarhóli sveitarfélags á landsbyggðinni (PPT-114KB)

16:30 Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi - Samgöngustefna 2007 - 2018 frá sjónarhóli sveitarfélags á höfuðborgarsvæðinu (PPT-1,7MB) (WORD-48KB)

16:45 Almennar umræður

Fundarstjóri var Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta