Hoppa yfir valmynd
5. apríl 2006 Innviðaráðuneytið

Samgönguráðuneytið ræður upplýsingafulltrúa

Jóhannes Tómasson blaðamaður hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi samgönguráðuneytisins.

Staða upplýsingafulltrúa samgönguráðuneytis er ný og felst í starfinu að sinna upplýsingamiðlun bæði innan ráðuneytisins og stofnana þess og út á við, á vefsíðu ráðuneytisins og samskipti við fjölmiðla. Jóhannes hefur þegar tekið til starfa.

Jóhannes, sem er fæddur 1952, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1972 og stundaði síðan nám í Kennaraháskóla Íslands. Hann hefur starfað við blaðamennsku og útgáfustörf frá árinu 1976 þegar hann hóf störf á Morgunblaðinu. Eftir nokkurra ára starf þar var hann meðal annars ritstjórnarfulltrúi Læknablaðsins og starfaði nokkur ár að upplýsinga- og fræðslumálum hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og sinnti meðfram ritstörfum fyrir ýmsa aðila í lausamennsku. Árið 1997 sneri hann aftur til starfa hjá Morgunblaðinu.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta