Hoppa yfir valmynd
6. apríl 2006 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra fundar með lögmanni Færeyja

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra átti í dag fund með Jóannesi Eidesgaard lögmanni Færeyja. Á fundinum ræddu þeir viðskipti þjóðanna og fullgildingu Hoyvíkursamningsins sem stendur fyrir dyrum. Þá gerði forsætisráðherra grein fyrir stöðu efnahagsmála á Íslandi og öryggismálum á Norður-Atlantshafi.

Lögmaður Færeyja gerði forsætisráðherra grein fyrir hugmyndum Færeyinga um að gerast aðilar að Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA), ræddi nýtilkomna þróunarsamvinnu Færeyinga og umfangsmikið einkavæðingarferli sem framundan er á næstu misserum í Færeyjum. Ennfremur ræddu forsætisráðherra og lögmaður norrænt samstarf og hafréttarmál.

Að loknum fundinum skoðaði forsætisráðherra Norðureyjagöngin sem fyrirhugað er að opnuð verði fyrir umferð síðar í mánuðinum. Þá hélt ráðherra til Klakksvíkur og heimsótti Føroyja Bjór og Christianskirkjuna í Klakksvík, og sat hádegisverðarboð bæjarstjóra Klakksvíkur. Þá heimsótti ráðherra fiskverksmiðjuna Havsbrún í Fuglafirði.

Síðdegis í dag heldur forsætisráðherra erindi á viðskiptaþingi sem Útflutningsráð Íslands og Menningarstofa Færeyja skipuleggja í tilefni af heimsókn forsætisráðherra.

Á morgun mun forsætisráðherra meðal annars heimsækja Eimskip, Kaupþing banka og Atlantic Airways, og kynna sér áform Færeyinga um nýtingu jarðauðlinda. Heimsókn forsætisráðherra til Færeyja lýkur á morgun, föstudag.

 


                                                                                                              Reykjavík 6. apríl 2006



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta