Hoppa yfir valmynd
6. apríl 2006 Matvælaráðuneytið

Nr. 2/2006 - Boðað til fjölmiðlafundar um skýrslu votlendisnefndar

 

 

 Landbúnaðarráðherra boðar til fjölmiðlafundar um lokaskýrslu nefndar um endurheimt votlendis.  Fundurinn verður haldinn í Þjóðmenningarhúsinu v/Hverfisgötu, föstudaginn 7. apríl kl. 11:00.

 

Nefndin, sem gengið hefur undir nafninu Votlendisnefnd, hefur starfað frá árinu 1996.  Hlutverk hennar var að kanna hvar og með hvaða hætti mætti endurheimta hluta þess votlendis sem ræst hefur verið fram á undanförnum áratugum.  Nefndin hefur aflað upplýsinga, unnið að endurheimt nokkurra votlendissvæða og mótað reglur um endurheimt votlendis.  Um er að ræða fyrsta starf sinnar tegundar hér á landi af hálfu hins opinbera.

 

Á fundinum mun landbúnaðarráðherra kynna skýrsluna og nefndarmenn gera grein fyrir helstu þáttum úr starfi nefndarinnar.

 

 

Í landbúnaðarráðuneytinu,

6. apríl 2006



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta