Hoppa yfir valmynd
7. apríl 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Sameiningarkosning

Sameining til sóknar
Sameining til sóknar

Á morgun laugardag fer fram atkvæðagreiðsla um sameiningu Þórshafnarhrepps og Skeggjastaðahrepps.
Verði sameiningartillagan samþykkt af meirihluta íbúa beggja sveitarfélaga, verða sveitarfélögin í landinu 79 við almennar sveitarstjórnarkosningar sem fram fara þann 27. maí næstkomandi.

Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna hefur gefið út kynningarbæklinginn Sameining til sóknar.

Bæklinginn og nánari upplýsingar um sveitarfélögin má nálgast á vefsíðum Þórshafnarhrepps og Skeggjastaðahrepps.

www.thorshofn.is

www.bakkafjordur.is



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum