Hoppa yfir valmynd
9. apríl 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Sameining samþykkt á Þórshöfn og Bakkafirði

Meirihluti íbúa Skeggjastaðahrepps og Þórshafnarhrepps samþykkti sameiningu sveitarfélaganna tveggja í atkvæðagreiðslu sem fram fór í gær, laugardaginn 8. apríl.

Sameining sveitarfélaganna mun taka gildi að afloknum sveitarstjórnarkosningum þann 27. maí næstkomandi, en gert er ráð fyrir að 7 fulltrúar skipi sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags.

Á kjörskrá Kosningaþátttaka Já sögðu Nei sögðu
Þórshafnarhreppur 298 53,4% 92,5% 7,5%
Skeggjastaðahreppur 79 83,5% 57,6% 42,4%


Frá áramótum hafa farið fram atkvæðagreiðslur um sex sameiningartillögur í 14 sveitarfélögum og hafa þær allar verið samþykktar.

Í kjölfar þess að íbúar Þórshafnarhrepps og Skeggjastaðahrepps hafa samþykkt sameiningu sveitarfélaganna tveggja er ljóst að sveitarfélögin í landinu verða 79 við næstu sveitarstjórnarkosningar. Innan skamms verður hægt að nálgast nýjar upplýsingar um sveitarfélagaskipan á Íslandi á kosningavef félagsmálaráðuneytisins www.kosningar.is



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum