Hoppa yfir valmynd
11. apríl 2006 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Innritun fatlaðra nemenda í framhaldsskóla 2006

Ákveðið hefur verið að innritun fatlaðra nemenda, sem óska eftir skólavist á starfsbrautum framhaldsskóla, fari fram fyrr en innritun almennt í framhaldsskóla.

Ákveðið hefur verið að innritun fatlaðra nemenda, sem óska eftir skólavist á starfsbrautum framhaldsskóla, fari fram fyrr en innritun almennt í framhaldsskóla. Þetta er gert til þess að skólarnir fái meira svigrúm til að vinna úr umsóknum og undirbúa komu viðkomandi nemenda. Umsóknir um skólavist á starfsbrautum skulu hafa borist viðkomandi framhaldsskóla fyrir 15. maí nk.

Upplýsingar um starfsbrautir er að finna á heimasíðum framhaldsskóla og hjá námsráðgjöfum og forsvarsmönnum starfsbrauta. Einnig má finna upplýsingar í bæklingnum Nám að loknum grunnskóla sem hefur verið sendur til þeirra nemenda sem eru að ljúka grunnskólanámi. Ritið er aðgengilegt á vef ráðuneytisins.

Umsækjendur og forráðamenn þeirra eru beðnir um að sækja um á eyðublöðum sem skólinn lætur þeim í té. Á umsóknareyðublaði skal einnig tilgreindur annar skóli til vara. Formleg svör um skólavist berast í júnímánuði.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta