Hoppa yfir valmynd
12. apríl 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Auknar lífeyrisgreiðslur til ellilífeyrisþega

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins – þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Samkvæmt fjárlögum 2006 nema lífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar (TR) til ellilífeyrisþega alls um 19 milljörðum króna.

Frá árinu 1995 til ársins 2005 hækkuðu greiðslur TR á hvern ellilífeyrisþega um tæp 80%. Á sama tímabili hækkaði neysluverðsvísitalan um 41%. Þessi þróun á meðalgreiðslum á sér stað þrátt fyrir auknar greiðslur til ellilíf eyrisþega úr lífeyrissjóðum sem eiga að koma til lækkunar á líf eyrisgreiðslum TR.

Meðalgreiðslur Tr á hvern ellilífeyrisþega 1995-2005

Eins og sést á myndinni hækka meðalgreiðslur TR mun hraðar en neyslu verðsvísitala á árunum 2001 til 2003. Á þessu tímabili kom til nýr lífeyrisflokkur, tekjutryggingarauki, sem hækkaði greiðslur til margra ellilífeyrisþega. Einnig lækkaði skerðingarhlutfall, vegna annarra tekna, á tekjutryggingaauka úr 67% í 45% í byrjun árs 2003. Nú fá um 7.700 ellilífeyrisþegar hlutdeild í tekjutryggingarauka. Auk þess sem lífeyrisgreiðslur TR hafa verið hækkaðar sérstaklega, er kveðið svo á í lögum að bætur almannatrygginga skuli taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta