Hoppa yfir valmynd
12. apríl 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fækkun sveitarfélaga á kjörtímabilinu

Í komandi sveitarstjórnarkosningum verður kosið til nýrra sveitarstjórna í 79 sveitarfélögum. Á því kjörtímabili sem nú er að ljúka hefur sveitarfélögum fækkað um 26. Þessi mikla fækkun sveitarfélaga hefur eðlilega haft umtalsverð áhrif á sveitarfélagaskipan í landinu eins og sjá má í meðfylgjandi töflum.

Íbúafjöldi
Fjöldi sveitarfélaga
2006
Hlutfall
sveitarfélaga
Fjöldi sveitarfélaga
2002
Hlutfall
sveitarfélaga
Innan við 500 30 38% 55 52%
500-999 17 22% 17 16%
1000-4999 23 29% 24 23%
5000 eða fleiri 9 11% 9 9%
Samtals 79 100% 105 100%

Tafla 1. Samanburður á fjölda sveitarfélaga 2002 og 2006.


Sveitarfélögum með færri en 500 íbúa hefur fækkað umtalsvert á þessu kjörtímabili. Árið 2002 voru sveitarfélög með færri en 500 íbúa 55 af 105 sveitarfélögum í landinu, eða rúm 52%. Í dag eru sveitarfélög með færri en 500 íbúa 30, eða um 38%.

Íbúar

km2

Meðalíbúafjöldi

3.796

Meðalstærð

1.300

Fámennast

50

Stærst

8.884

Fjölmennast

114.968

Minnst

2

Tafla 2. Meðalstærð og meðalíbúafjöldi sveitarfélaga 2006

Meðalíbúafjöldi í sveitarfélagi er í dag 3.796 manns, en var árið 2002 2.745 íbúar að meðaltali. Árið 2002 var meðalsveitarfélagið 976 km2, en er í dag um 1.300 km2.

Ný sveitarfélög sem hafa orðið til á kjörtímabilinu eru 12 talsins. Sex þeirra hafa á bilinu 400 og 800 íbúa, fimm hafa 2.000 til 5.000 íbúa og eitt telur tæplega 17.000 íbúa.

Nánari upplýsingar um sveitarstjórnarkosningarnar má nálgast á www.kosningar.is



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta