Hoppa yfir valmynd
12. apríl 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Sæunn Stefánsdóttir tekur við starfi aðstoðarmanns félagsmálaráðherra

Ákveðið hefur verið að Sæunn Stefánsdóttir taki við starfi aðstoðarmanns félagsmálaráðherra og hún mun koma til starfa í félagsmálaráðuneytinu þriðjudaginn 18. apríl nk.

Sæunn er fædd árið 1978 og er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún tók virkan þátt í stjórnmálastarfi Röskvu á námsárum sínum og sat í stúdentaráði Háskóla Íslands um tveggja ára skeið. Sæunn Stefánsdóttir hefur verið aðstoðarmaður heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra frá júní 2003 og er varaþingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Sigurjón Örn Þórsson, sem gegnt hefur starfi aðstoðarmanns félagsmálaráðherra frá árinu 2003, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarfélags Kringlunnar.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum