Hoppa yfir valmynd
12. apríl 2006 Innviðaráðuneytið

Styrkir úr eTEN áætlun Evrópusambandsins

Athygli er vakin á styrkjum sem íslensk fyrirtæki, einstaklingar, stofnanir og samtök geta sótt um úr eTEN áætlun Evrópusambandsins.

eTEN áætlun Evrópusambandsins veitir styrki til einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og samtaka, sem vilja veita þjónustu á sviði upplýsingatækni á Evrópuvísu. Styrkir eru veittir til að þróa viðskiptaáætlun og koma þjónustunni á markað. Áhersla er lögð á opinbera þjónustu, með sérstaka áherslu á þau svið þar sem samkeppnisstaða Evrópu er sterkust. Það er gert til að stuðla að forskoti Evrópu á þeim sviðum. Verkefnum er ætlað að styðja við félagsgerð Evrópu um samþætt samfélag allra þegnanna og brúa þá tæknigjá sem myndast hefur milli svæða og kynslóða.

Áætlanir Evrópusambandið á sviði upplýsingatækni eru; eGovernment, eHealth, eInclusion, eLearning, Trust and Security og Services Supporting SMEs. Umsóknir um styrki þurfa að snerta ofangreind svið. Þá geta fyrirtæki einungis sótt um styrki til samstarfsverkefna að minnsta kosti tveggja fyrirtækja, frá ríkjum innan evrópska efnahagssvæðisins.

Annarsvegar er hægt að sækja um styrki fyrir svokölluð yfirfærsluverkefni (e. Initial Deployment Projects) þar sem eTEN greiðir 30% af heildarkostnaði. Hins vegar fyrir markaðskönnunarverkefni (e. Market Validation Projects) þar sem eTEN greiðir 50% af leyfilegum kostnaði.

Fjárhagsáætlun eTEN áætlunarinnar fyrir árið 2006 er tæpar 46 milljónir Evra eða rúmir 4 milljarðar íslenskra króna (miðað við gengið í dag, 91 evra)

Umsóknarfrestur er til 19. maí 2006

Allar nánari upplýsingar má nálgast á neðangreindri vefslóð:

http://europa.eu.int/information_society/activities/eten/calls/cfp20061/index_en.htm



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta