Úthlutun úr Þróunarsjóði leikskóla árið 2006
Þróunarsjóður leikskóla starfar samkvæmt reglum nr. 163/2001 sem settar eru á grundvelli 5. gr. laga nr. 78/1994 um leikskóla. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að þróunarverkefnum í leikskólum með hliðsjón af aðalnámskrá leikskóla. Með þróunarverkefnum er átt við nýjungar, tilraunir og nýbreytni í leikskólastarfi.
Í janúar sl. var auglýst eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna á tveimur forgangssviðum:
A. Lýðræði í leikskólastarfi með sérstaka áherslu á jafnrétti.
B. Náttúruvísindi í leikskólum með sérstaka áherslu á tengsl við skapandi starf.
Auk þess var auglýst eftir almennum þróunarverkefnum.
Þriggja manna úthlutunarnefnd metur umsóknir og gerir tillögur til menntamálaráðherra um styrkveitingar. Í nefndinni eru fulltrúar frá Kennaraháskóla Íslands, Félagi leikskólakennara og menntamálaráðuneyti.Umsýsla með Þróunarsjóði leikskóla er í höndum ráðuneytisins og Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands.
Menntamálaráðherra hefur ákveðið, að tillögu úthlutunarnefndar, að veita styrki að upphæð alls 3,7 millj. kr. til samtals 13 verkefna.
Eftirtalin verkefni hljóta styrk úr Þróunarsjóði leikskóla skólaárið 2006-2007:
Verkefni | Styrkþegi | Upphæð |
Aukin gæði náms - þróunarstarf í leikskólanum Tröllaborgum | Leikskólinn Tröllaborgir | 150.000 |
Leikfélagar | Bæjarskrifstofur Garðabæjar | 150.000 |
Fuglaveröld | Ólafur B. Ólafsson | 150.000 |
Nám í gegnum íþróttir | Leikskólinn Lyngholt | 200.000 |
Listalíf | Listasafn Íslands | 200.000 |
Talnaskilningur barna í leikskóla | Leikskólinn Teigasel | 250.000 |
Stærðfræðin í leik og starfi leikskólans | Félags- og skólaþjónustan Útey | 250.000 |
Mannauður í margbreytileika | Leikskólinn Fellaborg | 250.000 |
Líf og leikni | Leikskólinn Reynisholt | 300.000 |
Ég og leikskólinn minn - Ferlimöppur til að skapa markvisst upplýsingaflæði milli skóla og heimilis | Leikskólinn Sólvellir | 350.000 |
Náttúruvísindi í leikskólum | Leikskólinn Mánabrekka | 400.000 |
Tónlist tengir kynslóðir | Vinagarður: Leikskóli KFUM & KFUK | 500.000 |
Virðing og jákvæð samskipti | Leikskólinn Gefnarborg | 550.000 |
Alls: | 3.700.000 |