Hoppa yfir valmynd
18. apríl 2006 Dómsmálaráðuneytið

Bráðabirgðalausn um eflingu þyrlusveitar Landhelgisgæslu Íslands

Ríkisstjórnin fjallaði í morgun um tillögu Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra, að bráðabirgðalausn um eflingu þyrlusveitar Landhelgisgæslu Íslands.

Fréttatilkynning
19/2006

Ríkisstjórnin fjallaði í morgun um tillögu Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra, að bráðabirgðalausn um eflingu þyrlusveitar Landhelgisgæslu Íslands.

Í tillögunni felst, að leigðar verði til landsins tvær þyrlur af sambærilegri gerð og nú eru í rekstri hjá landhelgisgæslunni, starfsfólki gæslunnar verði fjölgað til að unnt verði að reka fleiri þyrlur og halda úti tveimur þyrluvöktum allan sólarhringinn allan ársins hring. Þá verði búnaði til töku eldsneytis fyrir þyrlur komið fyrir um borð í varðskipum landhelgisgæslunnar.

Tillagan miðar að því, að ekki dragi úr þyrlubjörgunargetu hér við land við brotthvarf þyrla varnarliðsins.

Tillagan var unnin í samráði við forstjóra og starfsmenn Landhelgisgæslu Íslands undir forystu Stefáns Eiríkssonar, skrifstofustjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneyti, með ráðgjöf frá Leifi Magnússyni verkfræðingi. Jafnframt hefur verið haft samráð við samstarfsnefnd ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytis, utanríkisráðuneytis, fjármálaráðuneytis og dóms- og kirkjumálaráðuneytis.

Áfram verður unnið að tillögu um framtíðarskipulag þyrlubjörgunarsveitar hér á landi og að því stefnt að þær liggi fyrir í næsta mánuði.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
18. apríl 2006



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta