Hoppa yfir valmynd
18. apríl 2006 Innviðaráðuneytið

Sturla Böðvarsson í heimsókn í Kanada

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra heimsækir Kanada dagana 19. til 23. apríl. Tilgangur ferðarinnar er þríþættur: Samgönguráðherra verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar á þingi Þjóðræknisfélagsins í Kanada, hann kynnir markaðsátakið Iceland Naturally í Bandaríkjunum og Kanada sem hófst vestra árið 2000 og í þriðja lagi hittir hann fulltrúa stjórnvalda British Columbia.

Á laugardag tekur samgönguráðherra þátt í árlegu þingi Þjóðræknisfélagsins í Kanada sem haldið verður í Victoria í British Columbia. Þá á ráðherra fundi með landstjóra fylkisins, aðstoðarráðherra ferðamála og ferðamálastjóra. Einnig mun samgönguráðherra hitta Vestur-Íslendinga við ýmis tækifæri í heimsókninni.

Með samgönguráðherra verða Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri, Bergþór Ólason, aðstoðarmaður ráðherra, og Unnur Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri ráðherraskrifstofu. Einnig taka þátt í dagskrá ráðherra þeir Magnús Oddsson ferðamálastjóri og Einar Gústavsson, framkvæmdastjóri ferðamálastofu í Norður Ameríku.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum