Hoppa yfir valmynd
19. apríl 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Kosningar í 79 sveitarfélögum

Sveitarstjórnarkosningar 2006
Sveitarfélögin í landinu

Á kosningavef ráðuneytisins má nú nálgast kort sem sýnir sveitarfélögin eins og þau verða við sveitarstjórnarkosningarnar þann 27. maí næstkomandi.

Kortið sýnir þau 79 sveitarfélög sem kosið verður til í vor. Eins og sjá má eru mörg sveitarfélög á landinu landfræðilega mjög stór, en stærsta sveitarfélag landsins er Fljótsdalshérað sem er 8.884 km2 að stærð og telur um 3.990 íbúa. Minnsta sveitarfélag landsins er Seltjarnarneskaupstaður sem er 2 km2 að stærð og telur um 4.470 íbúa.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum