Málþing um svifryk í Reykjavík
Nefnd umhverfisráðuneytisins um svifryksmengun boðar til málþings í Norræna Húsinu,
mánudaginn 24. apríl, kl. 13:15-16:45.
Dagskrá:
- Setning: Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra.
- Starfsemi svifryksnefndar: Ingimar Sigurðsson.
- Efnasamsetning svifryks í Reykjavík. Skýrsla Iðntæknistofnunar frá 2003: Bryndís Skúladóttir.
- Skýrsla Umhverfisstofnunar og Umhverfissviðs Reykjavíkur: Svifryksmengun í Reykjavík 1995-2005: Sigurður B. Finnsson og Anna Rósa Böðvarsdóttir.
- Hvað er í húfi ?
a) Áhrif svifryks á heilsufar og dánartíðni: Sigurður Þór Sigurðarson.
b) Annar samfélagslegur kostnaður: Guðbjartur Sigfússon.
- Pallborðsumræður um nauðsyn aðgerða. Þátttakendur í pallborði:
Þór Tómasson frá Umhverfisstofnun.
Lúðvík Gústafsson frá Reykjavíkurborg.
Sigurður Hreiðar Hreiðarsson frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda.
- Fyrirspurnir og almennar umræður.
Fundarstjóri: Davíð Egilson, forstjóri Umhverfisstofnunar.
Allir velkomnir.