Forsætisráðherra fundar með forsætisráðherra Danmerkur
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra átti í morgun fund með Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur en Rasmussen átti viðkomu á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Grænlands.
Á fundinum ræddu ráðherrarnir öryggismál á Norður-Atlantshafi og gerði Halldór meðal annars grein fyrir stöðunni í viðræðunum við Bandaríkjamenn um framtíð varnarsamstarfs ríkjanna. Þá ræddu forsætisráðherrarnir um mikilvægi samstarfs á norðurskautssvæðinu í ljósi aukinna sjóflutninga í tengslum við auðlindanýtingu.
Reykjavík 24. apríl 2006