Hoppa yfir valmynd
24. apríl 2006 Innviðaráðuneytið

Sturla Böðvarsson í Kanada

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra var á ferð í Kanada í lok síðustu viku og lauk heimsókninni á laugardag. Hann ræddi við forráðamenn ferðamála í Kanada og sat þing Þjóðræknisfélagsins.

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra var á ferð í Kanada í lok síðustu viku og lauk heimsókninni á laugardag. Hann ræddi við forráðamenn ferðamála í Kanada og sat þing Þjóðræknisfélagsins.

Í ferðinni ræddi samgönguráðherra við Iona Campagnola, héraðsstjóra í Bresku Kolumbíu, síðast liðinn föstudag. Einnig kynnti hann Iceland Naturally verkefnið og átti fundi með fulltrúum kanadíska ferðamálaráðuneytisins og ferðamálaráðsins. Einnig tók ráðherra þátt í árlegu þingi Þjóðræknisfélagsins í Kanada sem haldið var í Victoria í Bresku Kolumbíu. Tilgangur heimsóknarinnar var ekki síst sá að fræðast um markaðssetningu Kanadamanna í ferðamálum.

Sturla Böðvarsson í Kanada

Á myndinni eru frá vinstri Heather Alda Ireland, aðalræðismaður Íslands Breksu Kólumbíu, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Iona Campagnola, héraðsstjóri í Bresku Kolumbíu, og Atli Ásmundsson aðalræðismaður Íslands í Kanada.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta