Hoppa yfir valmynd
27. apríl 2006 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Að læra á lífið - lífsleikni í nútíð og framtíð.

Hinn 29. maí 2006 efnir menntamálaráðuneytið til hálfsdags ráðstefnu um lífsleikni í leik-, grunn- og framhaldsskólum undir yfirskriftinni, Að læra á lífið - lífsleikni í nútíð og framtíð. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Heimili og skóla, Félag lífsleiknikennara í framhaldsskólum, lífsleiknikennara í grunnskólum og Námsgagnastofnun. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Nordica í Reykjavík og hefst kl. 13:00.

Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Conor Harrison og kemur frá Írlandi. Hann er framarlega á sviði kennaramenntunar í heimalandi sínu, bæði í félagsfræði og lífsleikni með áherslu á kennslu í borgaravitund, Civic, Social and Political Education, (CSPE). Hann hefur einnig kennt við School of Education and Lifelong Learning í University College í Dublin og fleiri háskóla á Írlandi og haldið námskeið víða í Evrópu. Conor Harrison er ásamt Márín Wilson, höfundur kennslubókar, sem ber heitið Make a difference,útgefin af Folens Publishers, Dublin.

Á ráðstefnunni mun Erla Kristjánsdóttir, lektor í menntunarfræði við Kennaraháskóla Íslands flytja erindi um áhrif lífsleikni á námsárangur. Stuttlega verður gerð grein fyrir endurskoðun námskrár í lífsleikni fyrir grunn- og framhaldsskóla og loks verða kynnt verkefni úr framhaldsskóla, grunnskóla og leikskóla.

Ráðstefnan er þátttakendum að kostnaðarlausu og öllum opin á meðan húsrúm leyfir.

Hægt er að skrá sig í tölvupósti á netfangið: [email protected]

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta