Hoppa yfir valmynd
27. apríl 2006 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fyrri úthlutun Æskulýðssjóðs 2006

Menntamálaráðherra hefur samþykkt styrkveitingar úr Æskulýðssjóði að fjárhæð 5.770.000 kr. til 24 verkefna.

Menntamálaráðherra hefur samþykkt styrkveitingar úr Æskulýðssjóði að fjárhæð 5.770.000 kr. til 24 verkefna. Alls bárust 40 umsóknir um styrki að fjárhæð 15.572.000 kr.

Þeir sem hlutu styrki úr Æskulýðssjóði við fyrri úthlutun árið 2006 eru eftirtaldir:

Nafn umsækjanda Styrkur
BÍS, Ný-UNG, KFUM og K, UMFÍ og Ung-Blind
samstarf um verkefnið „Enginn eins engum til meins“ 1.500.000
Nordklúbburinn
Tungumál nýrra Íslendinga 100.000
Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar
Útgáfa á upplýsinga- og kynningarefni 150.000
Nordklúbburinn
Kynningarátak Nordklúbbsins 50.000
Æskulýðsfélag Reykhólakirkju
„Ólík en jöfn - æskan í sveit og borg“ 150.000
Skátafélagið Kópar
„Ólíkar aðstæður“, unnið með Skátafélaginu
á Sólheimum í Grímsnesi 50.000
KRUNG Kristniboðsfélag ungs fólks
„Annað sjónarhorn“ 100.000
Barnastúkan Æskan nr. 1.
Námskeið í framsögn og ræðumennsku 30.000
Barnahreyfing IOGT
Námskeið fyrir leiðbeinendur 30.000
Ungmennadeildin Birta
Námskeið um fjölmiðla 20.000
Glerbrot æskulýðsfélag, Akureyri og Klakkur skátafélag Akureyri
„Koma mannréttindi mér við?“ 230.000
Ungmennahreyfing IOGT
Námskeið með unglingum frá Norðurlöndum í Hveragerði 20.000
KFUM og KFUK á Íslandi
Námskeið fyrir ungmenni af erlendum uppruna 300.000
KFUM og KFUK á Íslandi
„Lifandi bókasafn“ 250.000
Brautin - Bindindisfélag ökumanna
Reiðhjól og börn 200.000
Kristileg skólasamtök
 „Enginn eins engum til meins“ – kynningarmynd 300.000
Barnahreyfing IOGT
Námskeið fyrir umsjónarmenn 40.000
Landssamband æskulýðsfélaga
Undirbúningsstyrkur fyrir landsverkefnið
 „Enginn eins engum til meins“    650.000
Ný-ung, ungliðahreyfing Sjálfsbjargar
Fræðsluefni fyrir ungt hreyfihamlað fólk um barneignir 250.000
Puttalingar, æskulýðsfélag heyrnarlausra
Æskulýðssamstarf heyrnarlausra 300.000
Ungmennafélag Íslands
Fræðsla fyrir félagsforystufólk 500.000
Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkur prófastsdæmum
Æskulýðsstarfið eflt í gegnum söng 300.000
Bandalag íslenskra námsmanna
Þjálfun stjórnamanna 150.000
Æskulýðsfélag Vopnafjarðarkirkju
Barna- og unglingastarf 100.000

                                                                                       Samtals:                      5.770.000

Æskulýðssjóður starfar samkvæmt reglum nr. 113 frá 22. janúar 2004. Stjórn Æskulýðssjóðs er skipuð sömu mönnum og skipa Æskulýðsráð ríkisins og gerir stjórnin tillögur til menntamálaráðherra um úthlutun úr sjóðnum. Meginhlutverk sjóðsins er að styrkja eftirtalin verkefni:

1. Sérstök verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka sem unnin eru fyrir börn og ungmenni og/eða með virkri þátttöku þeirra.

2. Þjálfun æskulýðsleiðtoga og leiðbeinenda til virkrar þátttöku í æskulýðsstarfi, m.a. með námskeiðum og þátttöku í þeim.

3. Nýjungar og tilraunir í félagsstarfi barna og ungmenna.

4. Samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka á sviði félagsstarfa.

Styrkir taka hvorki til árvissra eða fastra atburða í félagsstarfi, svo sem þinga, móta eða þess háttar atburða né ferðahópa.

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta