Hoppa yfir valmynd
27. apríl 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-mars 2006

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2006 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu eykst handbært fé frá rekstri um 23,8 ma.kr. innan ársins, sem er 15,4 ma.kr. hagstæðari útkoma heldur en á sama tíma í fyrra. Þá er útkoman 19,9 ma.kr. hagstæðari en gert var ráð fyrir í áætlun fjárlaga. Tekjur reyndust 20,3 ma.kr. hærri en í fyrra á meðan gjöldin hækka um 4,1 ma.kr. Hreinn lánsfjárjöfnuður er jákvæður um 21,3 ma.kr. sem er 5,8 ma.kr. betra en á sama tíma í fyrra.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar–mars 2006

(Í milljónum króna)

2002

2003

2004

2005

2006

Innheimtar tekjur

55.454

68.337

64.635

79.449

99.704

Greidd gjöld

55.945

61.957

65.039

70.255

74.371

Tekjujöfnuður

-491

6.380

-404

9.194

25.334

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl.

-31

-10.720

-

-

-

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda

-1.427

-3.595

838

108

-1.593

Handbært fé frá rekstri

-1.949

-7.935

435

9.301

23.741

Fjármunahreyfingar

2.015

14.340

3.177

6.210

-2.455

Hreinn lánsfjárjöfnuður

65

6.405

3.611

15.511

21.286

Afborganir lána

-10.753

-4.953

-13.950

-11.404

-9.070

Innanlands

-612

-4.913

-57

-2.220

-9.064

Erlendis

-10.141

-40

-13.893

-9.184

-6

Greiðslur til LSR og LH

-2.250

-1.875

-1.875

-850

-990

Lánsfjárjöfnuður, brúttó

-12.938

-423

-12.214

3.257

11.226

Lántökur

15.634

5.081

34.626

1.094

1.532

Innanlands

5.516

12.040

14.240

-3.831

1.532

Erlendis

10.118

-6.960

20.387

4.925

-

Greiðsluafkoma ríkissjóðs

2.696

4.657

5.064

4.351

12.758

Heildartekjur ríkissjóðs námu ríflega 99,7 ma.kr. á fyrsta ársfjórðungi þessa árs sem er 20,3 ma.kr meiri innheimta en á sama tíma í fyrra, eða 25,5% aukning. Ef hins vegar tekið er tillit til tilfærslu milli mánaða vegna tekjuskatts lögaðila nemur hækkunin 21,4%. Þar af námu skatttekjur og tryggingagjöld 91,3 ma.kr. sem er 21,6% hækkun frá síðasta ári. Á sama tíma hefur almennt verðlag hækkað um 4,3% þannig að skatttekjur og tryggingagjöld hækkuðu að raungildi um 16,5%.

Skattar á tekjur og hagnað námu 41 ma.kr. og hækkuðu um 11,7 ma.kr. frá síðasta ári, eða 40%. Munar þar mest um aukna innheimtu fjármagnstekjuskatts en á fyrstu þremur mánuðum þessa árs nam hún ríflega 13,9 ma.kr. sem er 45,4% aukning frá sama tíma árið á undan. Jafnframt skýrist 4,3 ma.kr. hækkun tekjuskatts lögaðila að mestu af áðurnefndri tilfærslu milli mánaða. Innheimt tryggingagjöld jukust einnig frá fyrra ári, eða um 16,1% en hér ber að nefna að launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 8,5% á sama tímabili. Innheimta eignarskatta nam 3 ma.kr. sem er lækkun um 16,3% frá sama tímabili í fyrra. Þar af námu stimpilgjöld 2,2 ma.kr. en innheimta þeirra hefur dregist saman frá fyrra ári um 8,9% sem er meðal annars vegna þess að dregið hefur úr skuldbreytingu lána.

Innheimta almennra veltuskatta gefur nokkuð góða mynd af þróun innlendrar eftirspurnar en samanlagt hafa almennir veltuskattar hækkað um 20,5% frá fyrra ári. Þannig hafa tekjur af virðisaukaskatti aukist um 25,1% sem jafngildir 19,9% raunhækkun. Af öðrum óbeinum sköttum má nefna að vörugjöld af ökutækjum skiluðu tæpum þriðjungi meiri tekjum en á sama tíma í fyrra sem er umtalsverð aukning en þess má geta að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs fjölgaði nýskráðum bifreiðum um 37,4%.

Greidd gjöld nema 74,4 ma.kr. og hækka um 4,1 ma.kr. frá fyrra ári, eða 5,9%. Í málaflokknum almannatryggingar og velferðarmál varð 1,3 ma.kr. aukning gjalda milli ára. Næstmest er aukningin í heilbrigðismálum, eða rúmir 1,2 ma.kr. og tæpir 1,2 ma.kr. í menntamálum. Samtals vega þessir þrír málaflokkar tæplega af heildargjöldum ríkissjóðs. Útgjöld til löggæslu hækka um 0,5 ma.kr., eins og gjöld til menningarmála. Á móti hækkunum vegur 1,2 ma.kr. lækkun vaxtagjalda ríkissjóðs. Í janúar í fyrra var stór flokkur spariskírteina forinnleystur sem skýrir að mestu lækkun milli ára.

Lántökurársins nema aðeins 1,5 ma.kr. þrátt fyrir 9 ma.kr. afborganir innlendra skammtímalána.

Eiginfjárframlag ríkisins í Nýsköpunarsjóði var aukið um 1 ma.kr. á árinu og sama fjárhæð var greidd til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs. Handbært fé ríkissjóðs jókst um 12,8 ma.kr. á fyrstu þremur mánuðum ársins 2006.

Tekjur ríkissjóðs janúar-mars 2006

Í milljónum króna

Breyting frá fyrra ári, %

2004

2005

2006

2004

2005

2006

Skatttekjur og tryggingagjöld

61.193

75.135

94.593

13,1

22,8

25,9

Skattar á tekjur og hagnað

23.770

29.299

41.004

16,0

23,3

40,0

Tekjuskattur einstaklinga

15.506

17.572

19.592

10,3

13,3

11,5

Tekjuskattur lögaðila

2.021

2.142

7.475

-

-

-

Skattur á fjármagnstekjur

6.243

9.585

13.937

8,9

53,5

45,4

Eignarskattar

2.392

3.621

3.032

21,2

51,4

-16,3

Skattar á vöru og þjónustu

27.963

33.760

40.683

10,3

20,7

20,5

Virðisaukaskattur

17.895

21.990

27.511

11,8

22,9

25,1

Vörugjöld af ökutækjum

1.141

2.027

2.677

32,8

77,7

32,1

Vörugjöld af bensíni

1.975

2.041

2.279

14,3

3,3

11,7

Skattar á olíu

1.929

2.172

1.630

18,3

12,6

-24,9

Áfengisgjald og tóbaksgjald

2.188

2.368

2.491

-2,6

8,2

5,2

Aðrir skattar á vöru og þjónustu

2.835

3.162

4.095

-1,3

11,5

29,5

Tollar og aðflutningsgjöld

634

673

854

4,5

6,2

26,9

Aðrir skattar

111

161

174

815,4

45,6

8,2

Tryggingagjöld

6.324

7.621

8.845

11,0

20,5

16,1

Fjárframlög

99

153

220

-10,9

54,2

43,9

Aðrar rekstrartekjur

3.341

4.092

4.877

0,8

22,5

19,2

Sala eigna

2

70

14

-

-

-

Tekjur alls

64.635

79.449

99.704

-5,4

22,9

25,5



Gjöld ríkissjóðs janúar-mars 2006

Í milljónum króna

Breyting frá fyrra ári, %

2004

2005

2006

2005

2006

Almenn opinber þjónusta

10.527

11.794

11.559

12,0

-2,0

Þar af vaxtagreiðslur

2.687

3.698

2.520

37,6

-31,9

Heilbrigðismál

17.146

19.392

20.620

13,1

6,3

Almannatryggingar og velferðarmál

15.084

15.590

16.937

3,4

8,6

Efnahags- og atvinnumál

8.535

8.977

8.586

5,2

-4,4

Menntamál

7.446

8.304

9.461

11,5

13,9

Menningar-, íþrótta- og trúmál

3.271

3.263

3.734

-0,2

14,5

Löggæsla, réttargæsla og öryggismál

2.141

2.178

2.680

1,8

23,0

Umhverfisvernd

842

658

688

-21,8

4,6

Húsnæðis- skipulags- og veitumál

48

100

106

108,7

5,9

Gjöld alls

65.039

70.255

74.371

8,0

5,9



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta