Hoppa yfir valmynd
27. apríl 2006 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins í Sofía

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr. 027

Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, situr nú óformlegan fund utanríkisráðherra Norður-Atlantshafsbandalagsins sem byrjaði í dag í Sofía í Búlgaríu og lýkur á morgun. Á fundinum ræddu ráðherrarnir undirbúning leiðtogafundar bandalagsins sem haldinn verður í Riga í nóvember n.k. Meðal annars var rætt um hugmyndir um stækkun bandalagsins, aukið samstarf NATO við ríki utan Evró-Atlantshafssvæðisins, og mögulegt samstarf við ríki í Miðausturlöndum um þjálfun friðargæslusveita. Ráðherrarnir ræddu einnig ástandið í Afganistan og friðargæslu bandalagsins í landinu og áframhaldandi veru friðargæslusveita NATO í Kosovó.

Á morgun verða haldnir fundir í samstarfsráði bandalagsins með Rússlandi og í samstarfsnefnd bandalagsins með Úkraínu.

Í kvöld situr utanríkisráðherra kvöldverðarfund ráðherra frá ríkjum Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins. Þar verður m.a. fjallað um þróun mála í Miðausturlöndum og í Darfúr í Súdan.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta