Hoppa yfir valmynd
28. apríl 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Hvað á barnið að heita?

Í fréttatilkynningu frá verkefnisstjórn vegna sameiningar Húsavíkurbæjar, Kelduneshrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnarhrepps kemur fram að nefndin hafi sent Örnefnanefnd 14 tillögur að nafni sameinaðs sveitarfélags til umsagnar.

Á fundi sínum þann 27. apríl afgreiddi Örnefnanefnd erindið og niðurstaðan varð sú að mæla með þremur tillögum. Samfara sveitarstjórnarkosningum þann 27. maí nk. verður því gerð skoðanakönnun þar sem kjósendum sameinaðs sveitarfélags gefst færi á að velja á milli þriggja nafna.

Þau eru: Gljúfrabyggð, Norðausturbyggð og Norðurþing.

Nánari upplýsingar fást á heimasíðum sveitarfélaganna

www.husavik.is

www.kelduhverfi.is

www.oxarfjordur.is

www.raufarhofn.is




Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum