Stofnun stjórnmálasambands
Fastafulltrúar Íslands og Brúnei Darússalam hjá Sameinuðu þjóðununum, sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Emran Bahar, undirrituðu í New York fimmtudaginn 27. apríl, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands ríkjanna.
Brúnei Darússalam er soldánsdæmi á norðurhluta eyjunnar Borneó í Suðaustur-Asíu. Brúnei Darússalam liggur að Suður-Kínahafi í norðri en á einnig landamæri að Sarawak sem er eitt fylkja Malasíu. Efnahagur Brúnei Darússalam byggir aðallega á vinnslu og útflutningi olíu og jarðgass. Brúnei Darússalam er fyrrum nýlenda Bretlands og öðlaðist sjálfstæði árið 1984. Landið byggja rúmlega 350 þúsundir íbúa.